Um

img_0359Martin Frewer fæddist í Englandi þar lærði hann á píanó og fiðlu. Hann nam stærðfræði í Oxford University. Eftir útskrift frá Oxford hélt hann áfram fiðlunámi í Guildhall School of Music & Drama hjá Yfrah Neaman og lærði þá einnig á víólu hjá Nannie Jaimeson.
Árið 1983 var Martin ráðinn til starfa hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur víða komið fram á einleiks- og kammertónleikum hér og erlendis. Martin er nýbúinn að gefa út disk með íslenskum sönglögum sem hann útsetti fyrir strengjakvartett. Hann hefur líka nýtt stærðfræðikunnáttu sína og unnið við hugbúnaðargerð frá árinu 2000.